Erlent

Deila um hvor eigi að vera fulltrúi Póllands á ESB-fundi

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. MYND/AP

Tveir helstu leiðtogar Póllands standa nú allsérstæðri deilu á meðan hlutabréfamarkaðir skjálfa um alla Evrópu.

Þeir Donald Tusk forsætisráðherra og Lech Kaczynski forseti hafa ekki getað komið sér saman um hvor þeirra eigi að fara fyrir sendinefnd Póllands á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag.

Tusk flaug til fundarins í Brussel í gærkvöld á flugvél stjórnvalda en neitaði að senda hana til baka eftir Kaczynski. Hann brást hins vegar fljótt við og bókaði far til Brussel í dag. Bíða menn nú spenntir eftir því hvor þeirra gangi inn í byggingar ESB þar sem umræður ESB-ríkjanna um efnahagskreppuna fara fram.

Pólskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt þessi átök og segja þau minna á sandkassaleik tveggja drengja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×