Innlent

Náðun fyrir níræðan níðing ekki til umræðu

Það ræðst á næstu dögum hvort níræður kynferðisbrotamaður sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag áfrýi málinu. Þetta segir Unnar Steinn Bjarndal lögmaður mannsins í samtali við Vísi.

„Skoðun dómsins er það að ekkert sé í málinu sem dragi úr trúverðugleika á framburði brotaþola. Það eru mörg vitni sem staðfesta hvað hún segir en ég get ekki tjáð mig um það hvort dómurinn sé réttur eða rangur," segir Unnar þegar Vísir spyr hann um álit hans á dómnum.

Unnar segist ekki vita til þess að eldri maður verið dæmdur hér á landi fyrir kynferðisbrot. Hann segir þá hugmynd ekki verið rædda að sækja um náðun af fangelsisrefsingunni vegna hás aldurs brotamannsins.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×