Innlent

Bjarghrun úr Stóra-Klifi

Hér sést  grjótið og slóðinn eftir það. Mynd/ Gísli.
Hér sést grjótið og slóðinn eftir það. Mynd/ Gísli.

Stórt barg hrundi úr Klifinu í Vestmannaeyjum laust eftir hádegið í dag.

Að sögn Gísla Óskarssonar, fréttaritara Stöðvar 2 í Eyjum, kom bjargið niður leiðina sem gengin er upp á Klifið og rann niður alla brekkuna. Það stöðvaðist svo við vegarslóða sem gengur baka til við Friðarhafnarbryggju, nálægt svokölluðu Þórsmerki sem er minnismerki um Þór, fyrsta varðskip og björgunarskip Íslendinga.

Að sögn Gísla urðu ekki slys á mönnum né skemmdir á mannvirkjum í þessu hruni. Bjargi er talið vera nálægt 20 tonn á þyngd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×