Innlent

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig

Jarðskjálfti með styrkleikann 3,6 stig á Richter með upptök 6,5 kílómetra norðnorðvestur af Krísuvík varð klukkan 7:24 í morgun. Styrkleikatalan er óstaðfest enn sem komið er að sögn Veðurstofu.

Upptök skjálftans voru á sex kílómetra dýpi og fannst hann glöggt í Hafnarfirði þar sem fólk vaknaði við hann, þar á meðal Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Upptök skjálftans eru 23 kílómetra suðvestur af Reykjavík og 15 kílómetra suðvestur af Hafnarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×