Innlent

Segist ánægð með sameiningu fréttastofa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

„Mér líst vel á þetta og finnst fínt að RÚV sé að endurskoða hvað þeir geta gert til að efla fréttaþjónustuna," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um sameiningu á fréttastofum RÚV. Páll Magnússon útvarpsstjóri tilkynnti starfsfólki sínu um sameininguna í morgun.

Þorgerður segir það vera greinilegt að stjórnendur RÚV séu búin að velta þessu mjög mikið fyrir sér, enda sé útvarpsstjóri með mjög mikla reynslu af sjónvarps- og útvarpsrekstri. „Og ég held að þetta sé rétt skref, að hafa eina öfluga fréttastofu sem veitir efni inn á þessa miðla, sjónvarp, útvarp og vef.

Þorgerður segist vonast til þess að með breytingunni gefist tækifæri fyrir aukin sóknarfæri í fréttaskýringum og fréttaþjónusta verði almennt meiri og betri.

Þeir fréttamenn á RÚV, sem Vísir hefur talað við, segjast fagna sameiningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×