Innlent

Samtök um bíllausan lífsstíl formlega stofnuð á morgun

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 20. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt eftir því sem segir í tilkynningu aðstandenda.

Eru allir boðnir velkomnir á fundinn. Samtök um bíllausan lífsstíl er þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kosti en nú er. Markmið félagsins er ekki að berjast gegn einkabílum eða bíleigendum heldur einungis að stuðla að fjölbreyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta eins og segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×