Innlent

Einbýlishús á Laugarvatni skemmdist mikið í eldi

Einbýlishús á Laugarvatni skemmdist mikið þegar eldur kom upp í því fyrr í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um eldinn um kortér í eitt í dag og var slökkvilið frá Laugarvatni. Reykholti og Selfossi sent á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en tjónið er mikið að sögn lögreglumanns á vettvangi. Húsið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og er rannsókn hafin á eldsupptökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×