Innlent

Tamningamaður vísar ásökunum um vanrækslu á bug

Stefán Agnarsson tamingamaður á Dalvík vísar því á bug að hross í hans umsjá hafi verið vanfóðruð og vannærð eins og héraðsdýrarlæknirinn á Akureyri hefur fengið ábendingar um.

Í samtali við Vísi í kvöld sagði hann verið sé að blása upp mál sem ekki sé innistæða fyrir.

Eftir að hafa fengið margar ábendingar um vanrækslu ákvað héraðsdýralæknir að kanna ástand hrossa í umsjá Stefáns. Þá kom í ljós að ástand þeirra var slíkt að eigendur voru beðnir um að koma og sækja hrossinn. Þau hross sem eftir eru í umsjón Stefáns verða áfram undir nánu eftirliti dýralæknis.

Eigandi eins stóðhests sem verið hefur í umsjá Stefáns í fjóra mánuði sagði við Vísi í kvöld að hesturinn sinn hafi verið ill haldinn þegar hann var sóttur á föstudaginn.. "Hann var augljóslega vannærður," sagði eigandinn.

Um er að ræða sex vetra stóðhest sem til stóð að selja. Hesturinn er ekki lengur í söluhæfu ástandi og verður það ekki um nokkurt skeið að sögn eigandans.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um kæru í málinu en lögfræðingar Matvælastofnunar eru með það til rannsóknar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×