Innlent

Fok og flóð á norðanverðu Snæfellsnesi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stöð 2

Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi hafa haft í nokkru að snúast í kvöld vegna hvassviðris og rigningar.

Þannig var Björgunarsveitin Lífsbjörg kölluð út vegna þess að þakplötur voru að fjúka af bílskúr á Hellissandi. Í tilkynningu frá sveitnni kemur fram að vindhraðinn sé 25 metrar á sekúndu en að hann fari upp í 40 metra í hviðum.

Mikið vatnsveður fylgir rokinu og í Ólafsvík flæðir upp yfir gangstéttir og þá berst grjót og aur á götur á framkvæmdarsvæðum. Björgunarsveitamenn biðja menn að huga að bátum sínum þar sem það er háflóð og enn fremur að kanna hvort flætt hafi í kjallara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×