Innlent

Útvegsmenn ekki að gefast upp á krónunni

Útvegsmenn segjast ekki vera að gefast upp á krónunni og segja ósanngjarnt að kenna henni um efnahagsvandann. Nær sé að leita skýringa í hagstjórninni og peningamálastefnunni.

Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur hafið sjálfstæða skoðun á því hvort það geti verið fýsilegt fyrir sjávarútveginn að Íslendingar taki upp evru án inngöngu í Evrópusambandið.

Friðrik J. Arngrímsson, talsmaður þeirra, vill þó ekki viðurkenna að útvegsmenn séu að gefast upp á krónunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×