Innlent

Enn lækkar DeCode

Gengi Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að lækka þegar bandarískir markaðir opnuðu í dag. Í kvöld hafði gengið lækkað um 27,5 prósent og var í 50 sentum á hlut. Gengið hefur aldrei verið lægra.

Bréfin í DeCode hafa hæst farið í um 4,40 dali á hlut í desember í fyrra en áður en félagið var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í New York náði gengi á bréfum félagsins rúmlega 60 krónum á hlut á gráa markaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×