Innlent

Óskar Hrafn tekur við sameinuðum fréttastofum Stöðvar 2 og Vísis

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.is en fréttastofurnar voru sameinaðar í dag.

Breytingarnar eru liður í skipulagsbreytingum sem miða að því að efla fréttaþjónustu og ná betri samlegð milli Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í opinni dagskrá á Stöð 2.

Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur um leið hætt sem fréttastjóri Stöðvar 2. Óskar Hrafn hefur verið ritstjóri Vísis í um ár en hann hefur meðal annars starfað hjá Fréttablaðinu, Sirkus og DV.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×