DV dregur frásögn sína af RÚV og Ríkislögregustjóra ekki til baka 10. maí 2008 15:09 Reynir Traustason er ritstjóri DV. Ritstjórar DV ætla ekki að draga til baka frásögn sína af meintri fyrirætlan lögregluyfirvalda að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson við komuna til landsins 29. ágúst 2002 í framhaldi af húsleit á skrifstofu Baugs. DV sagði í fréttaskýringu þann 1. maí síðastliðinn að Sjónvarpi hafi verið gert viðvart og myndatökumenn hafi verið í flugstöðinni til að festa atburðinn á filmu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, ritstjórum DV. „Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps, og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, gáfu út samræmdar yfirlýsingar til fjölmiðla föstudaginn 9. maí sl. þar sem mótmælt var frásögn í fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar, blaðamanns, sem birtist í DV fimmtudaginn 1. maí undir fyrirsögninni "Ögurstund í Hæstarétti". Athygli vekur hve langur tími leið frá frásögninni í DV og þar til yfirlýsingarnar bárust fjölmiðlum. Einnig vekur athygli hið augljósa samráð þessara tveggja ríkisstofnana um mótmælin. Er hugsanlegt að tilraun hafi verið gerð til að fá fleiri aðila að yfirlýsingunni og að það skýri dráttinn? Mótmæli Elínar og Haraldar lutu að frásögn Jóhanns af meintri fyrirætlan lögregluyfirvalda að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson við komuna til landsins 29. ágúst 2002 í framhaldi af húsleit á skrifstofu Baugs daginn áður. Sjónvarpi hafi verið gert viðvart og myndatökumenn hafi verið í flugstöðinni til að festa atburðinn á filmu. Frásögn Jóhanns hvíldi á viðtölum við háttsett vitni innan lögreglu- og tollgæslu. Í framhaldi af yfirlýsingum þeirra Elínar og Haraldar hefur verið haft samband við þessa heimildarmenn á nýjan leik. Þeir furða sig á yfirlýsingunum en segjast stöðu sinnar vegna ekki geta stigið fram að svo stöddu af ótta við starfsöryggi sitt. Þessir aðilar halda fast við frásögn sína og fullyrða að hún sé í samræmi við staðreyndir. Myndatökumenn frá sjónvarpi hafi verið á staðnum þessara erinda til að mynda hina fyrirhuguðu handtöku. Vegna stöðu þessara aðila og trúverðugleika getur DV hvorki dregið frásögnina til baka né beðist afsökunar á henni. Hér stendur einfaldlega fullyrðing þessara heimildarmanna gegn fullyrðingu þeirra Elínar og Haraldar og á meðan svo er stendur frásögnin enda er í henni vísað til heimilda sem blaðamaður metur trúverðugar. Hvað varðar framburð Elínar Hirst og vísan til vaktaskýrslu á fréttastofu þá hefur DV engar forsendur til að meta þau meintu gögn óséð," segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Ritstjórar DV ætla ekki að draga til baka frásögn sína af meintri fyrirætlan lögregluyfirvalda að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson við komuna til landsins 29. ágúst 2002 í framhaldi af húsleit á skrifstofu Baugs. DV sagði í fréttaskýringu þann 1. maí síðastliðinn að Sjónvarpi hafi verið gert viðvart og myndatökumenn hafi verið í flugstöðinni til að festa atburðinn á filmu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni, ritstjórum DV. „Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarps, og Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, gáfu út samræmdar yfirlýsingar til fjölmiðla föstudaginn 9. maí sl. þar sem mótmælt var frásögn í fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar, blaðamanns, sem birtist í DV fimmtudaginn 1. maí undir fyrirsögninni "Ögurstund í Hæstarétti". Athygli vekur hve langur tími leið frá frásögninni í DV og þar til yfirlýsingarnar bárust fjölmiðlum. Einnig vekur athygli hið augljósa samráð þessara tveggja ríkisstofnana um mótmælin. Er hugsanlegt að tilraun hafi verið gerð til að fá fleiri aðila að yfirlýsingunni og að það skýri dráttinn? Mótmæli Elínar og Haraldar lutu að frásögn Jóhanns af meintri fyrirætlan lögregluyfirvalda að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson við komuna til landsins 29. ágúst 2002 í framhaldi af húsleit á skrifstofu Baugs daginn áður. Sjónvarpi hafi verið gert viðvart og myndatökumenn hafi verið í flugstöðinni til að festa atburðinn á filmu. Frásögn Jóhanns hvíldi á viðtölum við háttsett vitni innan lögreglu- og tollgæslu. Í framhaldi af yfirlýsingum þeirra Elínar og Haraldar hefur verið haft samband við þessa heimildarmenn á nýjan leik. Þeir furða sig á yfirlýsingunum en segjast stöðu sinnar vegna ekki geta stigið fram að svo stöddu af ótta við starfsöryggi sitt. Þessir aðilar halda fast við frásögn sína og fullyrða að hún sé í samræmi við staðreyndir. Myndatökumenn frá sjónvarpi hafi verið á staðnum þessara erinda til að mynda hina fyrirhuguðu handtöku. Vegna stöðu þessara aðila og trúverðugleika getur DV hvorki dregið frásögnina til baka né beðist afsökunar á henni. Hér stendur einfaldlega fullyrðing þessara heimildarmanna gegn fullyrðingu þeirra Elínar og Haraldar og á meðan svo er stendur frásögnin enda er í henni vísað til heimilda sem blaðamaður metur trúverðugar. Hvað varðar framburð Elínar Hirst og vísan til vaktaskýrslu á fréttastofu þá hefur DV engar forsendur til að meta þau meintu gögn óséð," segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira