Innlent

Skipar nýjan dómara við héraðsdóm Austurlands

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hefur skipað Halldór Björnsson, settan héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur, í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Austurlands frá og með 1. september 2008.

Þá hefur ráðherra sett í embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2008 þær Önnu Mjöll Karlsdóttur lögfræðing til og með 15. apríl 2010 og Ragnheiði Harðardóttur vararíkissaksóknara til og með 31. ágúst 2010, meðan á leyfi skipaðra dómara stendur.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×