Innlent

Fólk snyrti gróður sem vex út fyrir lóðamörk

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Borgaryfirvöld hvetja nú borgarbúa til þess að snyrta gróður sem vex út fyrir lóðamörk og hindrar umferð eða hylur umferðarmerki.

Bent er á í tilkynningu borgarinnar að sumarið í ár hafi verið eitt það hlýjasta í sögu Reykjavíkur og víða í borginni sé fallegur og gróskumikill trjágróður. Þegar gróðurinn sé hins vegar farinn að hindra umferð á gangstéttum, götum og stígum sé hann ekki til ánægju og geti jafnvel valdið hættu ef hann hylur umferðarmerki. Það sé því miður of algengt í Reykjavík.

Bent er á að samkvæmt byggingarreglugerð beri íbúum að gæta að þessum þáttum. Ef þeir gera það ekki innan ákveðinna tímamarka og áminningu er ekki sinnt geti borgaryfirvöld látið fjarlægja þennan gróður á kostnað lóðareigenda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×