Innlent

Skorið á hjólbarða - faraldur

Skorið á dekk. Faraldur virðist geysa í tveimur bæjarfélögum.
Skorið á dekk. Faraldur virðist geysa í tveimur bæjarfélögum.

Skorið var á þrjá hjólbarða í Hafnarfirði í gær og sex í Keflavík. Svo virðist sem um faraldur sé að ræða. Kona sem Vísir ræddi við og býr í sömu götu og skorið var á sex bíla í Keflavík var í vinaheimasókn í Hafnarfirði þar sem skorið var gat á dekkið hennar.

Lögreglan í Keflavík staðfesti að skorið hefði verið á sex hjólbarða á Háaleytisbraut í Keflavík. Á svipuðum tíma var skorið á þrjá hjólbarða í Hafnarfirði. Tilvikin voru í sama hverfi og notast var við beittan hníf.

Heppnin var ekki með konunni sem Vísir ræddi við. Hún býr á Háaleitsbraut og hrósaði happi yfir því að sleppa undan ódámunum. Ekki vildi þó betur til en svo að um morguninn kom hún að bíl sínum í Hafnarfirði og sá að eitt dekkið hafði verið sundurskorið. Hún kærði athæfið til lögreglunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×