Innlent

Ríkisstjórnin ekki vinsamleg konum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Kristín Á. Guðmundsdóttir er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Kristín Á. Guðmundsdóttir er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður sjúkraliðafélags Íslands, segir að viðhorf ríkisstjórnarinnar sé konum ekki vinsamlegt. ,,Það er búið er að gefa fólki væntingar með yfirlýsingum í stjórnarsáttamálanum svo þegar á reynir er ekki nein innistæða fyrir þeim orðum. Viðhorf ríkisstjórnarinnar er konum ekki vinsamlegt."

Kristín segir að heilbrigðisstéttirnar hafi verið til margra ára vanhaldnar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að endurmeta þurfi sérstaklega kjör kvenna og einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Kristín segir að séu einhver jákvæð viðhorf innan ríkisstjórnarinnar til að gera betur þá komi þau ekki frá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. ,,Hafi það verið vilji félagsmálaráðherra hefur það ekki fengið að njóta sín," segir Kristín.

Kjaraviðræður milli samninganefndar ríkisins og hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra hafa ekki borið árangur undanfarna daga. Tugir ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna óánægju með launakjör og hjúkrunarfræðingar hafa boðað til yfirvinnubanns náist ekki samningar. ,,Ég er ekki vongóð fyrir hönd ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga en ég hef allir góðir óskir þeim til handa," segir Kristín.

Sjúkraliðafélag Íslands gerði tímabundinn samning til eins árs við ríkið í samfloti með öðrum félögum innan BSRB í maí síðastliðnum. Kristín segir að sjúkraliðar hafi orðið fyrir vonbrigðum með það viðmót sem mætti þeim af hálfu fjármálaráðherra við gerð samningsins.


















Tengdar fréttir

Með hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður

Lögfræðingar og verkfræðingar starfandi hjá hinu opinbera, með fimm ára háskólanám að baki, eru með að minnsta kosti hundrað þúsund krónum hærri laun en ljósmæður með sex ára háskólanám. Tugir ljósmæðra hafa sagt upp störfum vegna óánægju með kjör og nú er næsta samningafundar beðið.

Staða Guðlaugs Þórs innan ríkisstjórninnar óljós

Siv Friðleifsdóttir segir að staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar innan ríkisstjórnarflokkanna sé óljós. Siv segir svik við kvennastéttir og hringlandahátt varðandi nýbyggingu Landspítalans standa upp úr í heilbrigðismálum eftir fyrsta starfsár ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×