Innlent

Íslendingar fremja líka glæpi

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Margrét Steinarsdóttir er lögfræðingur Alþjóðahúss.
Margrét Steinarsdóttir er lögfræðingur Alþjóðahúss.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur Alþjóðahúss, segir að varast beri alhæfingar um erlenda ríkisborgara eins og Íslendinga í heild sinni.

Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sem kom út í gær segir að austur-evrópskir ríkisborgarar séu fluttir inn til landsins til að fremja afbrot.

Margrét segir lágt hlutfall Íslendinga fremja afbrot og það sama eigi við um erlenda ríkisborgara. ,,Það er alltaf ákveðinn hópur sem fremur glæpi en það á ætíð að fara varlega í að dæma allan hópinn."

,,Börn frá ákveðnum löndum í Austur-Evrópu verða fyrir aðkasti og einelti í skólum út af þessari umræðu og það þykir okkur afskaplega leiðinlegt og erfitt," segir Margrét og bætir við að fáir afbrotamenn af erlendum uppruna leiti til Alþjóðahússins.






Tengdar fréttir

Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot

Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×