Innlent

Mikið um dýrðir á Sumartónleikum í Skálholtskirkju

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja. MYND/Nathalía D. Halldórsdóttir

Tónleikaröðin Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefst í 34. sinn á laugardaginn og stendur til 9. ágúst.

Að sögn aðstandenda tónleikaraðarinnar hefur hún aldrei verið viðameiri en um er að ræða 27 tónleika auk sex fyrirlestra og fjögurra svokallaðra listasmiðja. Barokktónlist er sú stefna sem einkennir sumartónleikana í ár og verða jafnt ný sem eldri verk á efnisskrám sem eru margar og mun minna um endurtekningar á þeim en verið hefur.

Verk eftir jafnt þekkt sem minna þekkt tónskáld verða leikin og meðal annars leitað fanga hjá frönskum, enskum, ítölskum og þýskum tónskáldum yfir tveggja alda tímabil. J.S. Bach verður áberandi í tónleikaröðinni en einnig koma þar við sögu Schubert, Verdi og Rakhmaninov svo tæpt sé á nokkrum nöfnum.

Sem fyrr segir felst meira en eiginlegir tónleikar í Sumartónleikum í Skálholtskirkju og verður nokkuð um fyrirlestrahald. Má þar nefna að rakin verður saga bassafiðlunnar og þróun hennar auk þess sem afkvæmi hennar, hinni svonefndu „viola bastarda", verða gerð skil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×