Innlent

Gestir Landsmóts hestamanna gistu í íþróttahúsinu

Um 60 til 70 gestir á Landsmóti hestamanna þáðu boð sveitarstjórnarinnar á Hellu um gistingu í íþróttahúsinu þar í nótt. Mikið óveður geisaði á Suðurlandi í gær og eyðilögðust tjöld, fellihýsi og ýmsir lauslegir hlutir, að sögn Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Landsmótsins.

Jóna segir að nauðsynlegt hafi verið að fresta keppni í gær og mótsstjórn hafi eftir það verið önnum kafin við að bjarga verðmætum lausamunum, svo sem tveimur risaflatskjám, frá óveðrinu. Veðrinu hafi hins vegar slotað um tíuleytið í gærkvöld og keppni hafi hafist að nýju um sjöleytið í morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×