Innlent

Nýr ritstjóri Stúdentablaðsins

Bryndís Björgvinsdóttir, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins.
Bryndís Björgvinsdóttir, nýr ritstjóri Stúdentablaðsins.

Bryndís Björgvinsdóttir, meistaranemi í þjóðfræði, hefur verið ráðin ritstjóri Stúdentablaðsins, skólaárið 2008-2009.

Bryndís hefur víðtæka reynslu af ritstjórnarstörfum og hefur meðal annars gefið út barnabók, ritstýrt Beneventum, skólablaði MH, skrifað í lesbók Morgunblaðsins, ritað pistla og greinar á vefritid.is, kistan.is og hugsandi.is. Bryndís hefur ritstjórastörf í byrjun september en hún tekur við stöðunni af Atla Bollasyni.

„Ég tel mikilvægt að blöð leyfi sér að vera pólitísk, gagnrýnin og taki afstöðu,“ segir Bryndís en hún vill sjá hlaðið Stúdentablað sem kallar ekkert ömmu sína eins og segir í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×