Innlent

Veit ekki á hvaða öld Ögmundur lifir

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna.
Andrés Pétursson er formaður Evrópusamtakanna.

Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna, segir að stundum efist hann um á hvaða öld Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, lifi.

Í Morgunblaðsgrein eftir Ögmund sem birtist í morgun veltir hann því upp hvort að Ísland eigi að segja upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

,,Ég held að menn átti sig ekki á þeim breytingum sem hafa orðið á íslensku þjóðfélagi frá byrjun 10. áratugs seinustu aldar. Framleiðslusamfélagið hefur breyst yfir í þjónustu- og þekkingarsamfélag og ESS samningurinn lagði grunninn af því," segir Andrés.

Andrés segir að EES samningurinn hafi kippt Íslandi inn í nútímann. ,,Menn áttuðu sig á því að hér á landi gilda almennar efnahagsreglur en ekki séríslenskar lausnir."

Að mati Andrésar á Ögmundar að horfa til hófsamari grænna flokka í Evrópu sem séu Evrópusinnaðir. ,,Eins og félagar þeirra í Danmörku sem hafa séð að Evrópusambandið er besta leiðin til að koma grænum markmiðum á framfæri."










Tengdar fréttir

Ísland úr EES

Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður Vinstri-grænna, veltir fyrir sér að Ísland eigi að segja sig frá samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×