Innlent

Tafir á Reykjanesbraut vegna tvöföldunar

Vegagerðin varar við töfum á umferð á Reykjanesbraut frá klukkan tíu í dag. Það er vegna þess að verið er að flytja umferð á mislæg gatnamót og tvöfalda Reykjanesbraut frá Vogavegi að Grindavíkurvegi.

Vegfarendur mega síðan búast við truflunum á umferð næstu daga meðan bráðabirgðamerkingar eru teknar niður. Þá segir Vegagerðin að vegna vegaframkvæmda á Heiðmerkurvegi megi enn búast við umferðartöfum frá Rauðhólum að Vífilstaðahlíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×