Erlent

Kebab framleiðandi með mannslík í eldhúsinu

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki. MYND/Getty
Breskum manni hefur verið bannað að stunda matvælaframleiðslu eftir að upp komst að hann hefði framleitt kebab samlokur nærri líki.

Lögregla í Wolverhampton kom í ágúst að manninum, Jaswinder Singh, þar sem hann gerði kebab samlokur af miklum móð í eldhúsi veitingastaðar síns. Lögreglumönnum brá nokkuð í brún þegar þeir uppgötvuðu að lík lá í sófa í eldhúsinu. Þar var einnig maður sem keðjureykti sígarettur og skyrpti endurtekið á gólfið.

Í næsta herbergi var verið að afþýða kjúkling. Blóð og kjötsafi lak úr kjúklingnum, sem var þakinn flugum.

Heilbrigðisyfirvöld í bænum heimsóttu veitingastaðinn nokkrum mánuðum fyrr, og vöruðu eigandann við því að hann þyrfti að taka sig verulega á í hreinlætismálum. Meðal þess sem þeim leist illa á var rottuskítur á gólfi eldhússins og dauð rotta undir potti.

Líkið í eldhúsinu var krufið, og hefur Reuters fréttastofan það eftir talsmanni lögreglu að maðurinn hafi látist af eðlilegum orsökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×