Innlent

Ingibjörg Sólrún orðuð við fjármálaráðuneytið

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Hugmyndin að breytingum á ríkisstjórninni stafar ekki af vilja forystumanna stjórnarflokkanna til að láta einhverja ráðherra axla ábyrgð á bankahruninu. Hugmyndin er ósk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, að fá annað ráðherraembætti en utanríkisráðuneytið. Þessu heldur vefmiðillinn Orðið á götunni fram í dag.

Þar segir að Ingibjörg Sólrún hafi átt við veikindi að stríða í haust og hafi hún gengist undir tvo uppskurði eins og kunnugt er. Stöðug ferðalög um heiminn sem fylgi embætti utanríkisráðherra þyki ekki heppileg meðan hún sé að jafna sig. Ekkert annað ráðherraembætti Samfylkingarinnar teljist nógu virðulegt, fínt og valdamikið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Þess vegna muni hún hafa nefnt það við Geir H. Haarde forsætisráðherra að hún gæti hugsað sér að verða fjármálaráðherra.

Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Ingibjargar, segist í samtali við Vísi ekki vita til þess að Ingibjörg hafi rætt þetta við Geir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×