Innlent

Fjöldi fólks hefur vitjað leiða ástvina í dag

Fjöldi fólks vitjaði leiða ættingja og vina í dag.
Fjöldi fólks vitjaði leiða ættingja og vina í dag.

Það fylgir jólahaldinu hjá mörgum að vitja leiða ættingja og vina í kirkjugörðum. Nokkur fjöldi hefur í dag lagt leið sína í kirkjugarðinn í Fossvogi og hefur veðrið verið með ágætu móti.

Ekki mátti aka um garðinn til klukkan þrjú í dag og þurftu því gestir að skilja bíla sína eftir á stæðum efst í garðinu. Ákveðið var að fara þessa leið eftir að nokkur ötröð myndaðist undanfarin ár í garðinum sjálfum.

Hreyfihömluðum og öldruðum var þó leyft að aka inn í garðinn. Starfsfólk kirkjugarðsins aðstoðar einnig fólk til klukkan þrjú við að finna leiði og rata um garðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×