Lífið

Ellen vill börn sem líkjast tvíburum Angelinu Jolie

Ellen og Portia á brúðkaupsdaginn.
Ellen og Portia á brúðkaupsdaginn.

Ellen Degeneres, 50 ára, og Portia de Rossi, 35 ára, giftu sig síðustu helgi með látlausri athöfn á heimili Ellenar að viðstöddum 19 gestum.

„Við höfðum ekki hugmynd um að við áttum að borða brúðartertuna af sama diski. Þetta er það sem er svo æðislegt við að vera gift," segir Ellen.

„Ljósmyndararnir voru hálftíma að mynda okkur áður en við settumst með gestum til borðs og ég segi það satt að ég ætla aldrei aftur að nota svona mikið hársprey," segir nýgifta Ellen.

Aðspurðar um barneignir segir Portia: „Við ræðum barneignir fram og aftur en við vitum ekki hvort við erum tilbúnar að eignast börn í nánustu framtíð."

„Ef börnin okkar munu líta eins vel út og tvíburar Angelinu og Brad þá erum við alveg til í að búa til börn," segir Ellen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.