Lífið

Dagur býður upp á vöfflur á Menningarnótt

Dagur B. Eggertsson. Mynd/Pjetur.
Dagur B. Eggertsson. Mynd/Pjetur.
Dagur B. Eggertsson og fjölskylda hans bjóða borgarbúum í vöfflur og vellystingar á heimili sínu á Óðinsgötu 8b milli klukkan tvö og fjögur á morgun, Menningarnótt. Vísir hafði samband við Dag sem segir alla velkomna á meðan húsrúm og vöfflujárn leyfa.

Er þér alvara með að bjóða öllum sem vilja vöfflur á morgun? „Já öllum þeim sem komast fyrir. Við erum að viða að okkur vöfflujárnum og ætlum að gera okkar besta," svarar Dagur.

Verða þetta pólitískar vöfflur Dagur? „Nei vöfflubaksturinn er kærkomin hvíld frá argaþrasinu. Við ætlum að gera eins góðar vöfflur og við treystum okkur til að gera. Frá hjartanu," segir Dagur sem er staddur í Kringlunni við að gefa fólki rósir.

„Við erum í Kringlunnni að biðja fólk um að gleyma ekki atburðunum sem

við urðum vitni að í borgarstjórn og dreifum samningum til fólks um að það skrifi ekki upp á slíkt aftur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.