Lífið

Ásdís Rán blekkir búlgarska blaðamenn

MYND/ArnoldStúdio
Senn styttist í að fyrirsætan Ásdís Rán flytji búferlum til Búlgaríu. Eins Vísir hefur greint frá bíða búlgarar spenntir eftir Ásdísi. Slúðurblöðin hafa verið undirlögð af fréttum af henni og Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar sem er þegar kominn út þar sem hann mun spila með CSKA Sofia.

Ásdís fer utan á fimmtudag, og ef fyrirætlanir hennar ganga eftir tekst blaðasnápunum ekki að ná myndum af henni við komuna. „Það verður gaman að sjá hvort fréttamennirnir nái mér á vellinum, því ég var búin að gefa þeim upp ranga dagsetningu," skrifar Ásdís á bloggið sitt, og bíður spennt eftir því að sjá hvort þeir komist að hinu sanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.