Enski boltinn

Paul Ince ráðinn stjóri Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eins og greint var frá fyrr í vikunni er Paul Ince nýr knattspyrnustjóri Blacbkurn. Félagið staðfesti ráðninguna í dag.

Ince átti magnaðan feril sem leikmaður og hann hefur byrjað vel sem knattspyrnustjóri en hann stýrði MK Dons til sigurs í ensku D-deildinni í vetur.

Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Blackburn en þeir missti stjóra sinn, Mark Hughes, til Manchester City nú í vor.

Þetta er einnig söguleg ráðning þar sem Ince er fyrsti enski knattspyrnustjórinn sem er dökkur á hörund sem tekur við liði í ensku úrvalsdeildinni. Áður höfðu Jean Tigana frá Frakklandi og Hollendingurinn Ruud Gullit starfað í deildinni.

Ince verður formlega kynntur til sögunnar sem nýr stjóri Blackburn á þriðjudaginn kemur.

Tengdar fréttir

Ince tekur við Blackburn

Paul Ince verður ráðinn knattspyrnustjóri Blackburn eftir því sem heimildir fréttastofu BBC herma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×