Innlent

Bilun í jarðskjálftamæli

Vatnajökull
Vatnajökull

Glöggir lesendur heimasíðu Veðurstofu Íslands ráku upp stór augu þegar jarðskjálftamælir stofunnar sýndi jarðskjálfta upp á 5,7 á richter rúma 11,5 km SSA af Bárðarbungu um klukkan 15:00 í dag.

Þegar Vísir fór að grennslast frekar fyrir um skjálftann könnuðust sérfræðingar á Veðurstofunni ekki við svo stórann skjálfta. Þegar betur var að gáð kom í ljós að um bilinu í jarðskjálftamæli væri að ræða, og því allt með felldu í Vatnajökli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×