Erlent

Mugabe verður að hætta öllu ofbeldi

Hvíta húsið hefur blandað sér inn í kosningafíaskóið sem nú ríkir í Simbabve. Hafa yfirvöld í Bandaríkjunum biðlað til yfirvalda í landinu og þeirra "óþokka" sem þar eru að hætta öllu ofbeldi.

Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að Morgan Tsvangirai leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins dró framboð sitt til forseta tilbaka fyrr í dag.

„Ríkisstjórnin í Simbabve og þeir óþokkar sem þar eru verða að hætta ofbeldinu hið snarasta," sagði Carlton Carroll, aðstoðar fjölmiðlafulltrúi Hvía Hússins.

„Allir flokkar eiga að fá að taka þátt í löglegum kosningum og eiga ekki að vera beittir þvingunum né ólöglegum aðgerðum af hálfu stjórnvalda, vopnuðum hermönnum né uppgjafarhermönnum," sagði Carroll ennfremur.

 


Tengdar fréttir

Dregur framboð sitt til baka og vill forða frekara blóðbaði

Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvanigrai hefur ákveðið að hætta við framboð sitt til forseta í Simbabve. Þannig vill hann forða frekara blóðbaði vegna baráttunnar fyrir seinni umferð forstakosninganna þar í landi í næstu viku. Robert Mugabe, sitjandi forseti, segir alrangt að farið sé með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×