Innlent

Verð frekar hækkað í lágvöruverslunum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Henný Hinz er hagfræðingur hjá ASÍ.
Henný Hinz er hagfræðingur hjá ASÍ.

Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að það vekji óneitanlega athygli að matarverð hafi hækkað mest í lágvöruverslunum undanfarna þrjá mánuði.

,,Þegar verðið hækkar á annað borð þá kannski til að missa ekki alveg niður veltuna í dýrari verslunum er frekar hægt að hækka verðið í lágvöruverslunum," segir Henný.

Mest er 8% hækkunin í Bónus og í Krónunni þar sem matarverð hefur hækkað um 6,5%. Mikil hækkun hefur orðið á stuttu tímabili samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ sem fór hófst í apríl og stóð fram í júní.

Henný segir að kaupmáttur almennings hafi rýrnað. ,,Við höfum verið að sjá þetta gerast og umræðan hefur verið mikil," segir Henný og bætir við að hækkanir undanfarna mánuða hafi áhrif á aðra neyslu. ,,Fólk eyðir meira í nauðsynjar og þar af leiðandi minna í annað. Magnið breytist hugsanlega ekki en fólk verslar ódýrari vörur ef það getur komið því við."

Henný segir mikilvægt að neytendur fylgist með verðlagsbreytingum og sé miðvitað um hækkanir á matvörum.








Tengdar fréttir

Matarverð hækkar mest í Bónus og Krónunni

Matvöruverð hefur hækkað mest í Bónus og Krónunni undanfarna þrjá mánuði. Hækkunin er mest 8% í Bónus og 6,5% í Krónunni. Í öðrum verslunarkeðjum er hækkunin á bilinu 3-4%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×