Innlent

Alcoa hefur ekki tekið ákvörðun um frestun á Bakka

Álfyrirtækið Alcoa hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í morgun þar sem því var meðal annars haldið fram að fyrirhuguðu álveri á Bakka hafi verið frestað um „nokkur ár". Alcoa segir engar slíkar ákvarðanir hafa verið teknar.

„Vegna frétta í fjölmiðlum í dag, mánudaginn 15. desember, vill Alcoa á Íslandi taka fram að það er ekki rétt að búið sé að taka ákvörðun um að fresta álveri á Bakka um nokkur ár," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. „Rannsóknarborunum á Þeistareykjum var frestað um mánaðamótin október/nóvember um eitt ár, þar sem Alcoa taldi óvarlegt að ráðast í miklar fjárskuldbindingar á þessum erfiðu tímum í efnahagsmálum heimsins og vegna þess að ekki náðist samkomulag um kostnaðarskiptingu milli Landsvirkjunar og Alcoa."

Þá segir einnig að áfram sé unnið eftir viljayfirlýsingu Alcoa, Norðurþings og ríkisstjórnarinnar og að Alcoa vinni áfram að „mati á umhverfisáhrifum álvers og að sameiginlegu mati framkvæmda sem tengjast fyrirhuguðu álveri á Bakka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×