Innlent

Faðir hnífsstungufórnarlambs: Martröð að vakna upp við símtalið

Faðir 18 ára drengs, sem stunginn var í brjóstið um helgina, segir það hafa verið eins og martröð þegar hann fékk símtal um að sonur hans hafi orðið fyrir lífshættulegri árás. Hann biðlar til lögreglu og borgaryfirvalda að gera skurk í málefnum miðborgarinnar þar sem ungt fólk skemmtir sér ölvað fram undir morgun.

Drengurinn sem var stunginn er átján ára gamall. Hann var að skemmta sér ásamt vinum sínum í miðbænum um helgina þegar hann var fyrir árásinni. Hann hlaut alvarlega áverka og gekkst undir aðgerð í morgun. Hann er nú á batavegi en litlu munaði að illa færi. Jafnvel millimetrum.

Helgi Björn Kristinsson, faðir drengsins, segir að bæði fjölskyldan sín og árásarmannsins eigi um sárt að binda.

Helgir segir ekki það megi ekki gleyma því að tvær fjölskyldur tengist þessum harmleik. Önnur verði hjá ættinga sínum á spítala næstu misseri en hin sér á eftir 20 ára fjölskyldumeðlim í fangelsi. ,,Þetta er jafnerfitt fyrir báðar fjölskyldur."

Helgi biðlar til lögreglu og borgaryfirvalda um að gera skurk í málefnum miðborgarinnar þar sem ungt fólk skemmtir sér ölvað fram undir morgun með alvarlegum afleiðingum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×