Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn 15. desember 2008 14:28 Vilhjálmur H. VIlhjálmsson. MYND/Valgarður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. Í þættinum sem er á dagskrá í kvöld eftir fréttir, verður sýnt frá fundi Björgvins og útsendara Kompáss sem hittu hann á kaffihúsi í Reykjavík á dögunum. Björgvin hafði auglýst eftir „viðskiptafélögum" eins og það er orðað í bréfi lögmannsins en í auglýsingunni óskaði hann eftir því að komast í samband við fólk sem væri illa statt fjárhagslega en þó ekki gjaldþrota. Fólkið átti að fá greitt fyrir að hlaða á sig skuldum og fara síðan í gjaldþrot. Útsendarar Kompáss hittu Björgvin á kaffihúsi þar sem hann útskýrði tilboðið fyrir þeim og var fundurinn tekinn upp án vitundar hans. Vilhjálmur segir í bréfi sínu að opinber birting á efninu sé brot á grundvallarmannréttindum Björgvins og vísar hann í stjórnarkránna og Mannréttindasáttmála Evrópu máli sínu til sönnunar. Birtingin sé skýrt brot á friðhelgi einkalífs og þeirri meginreglu að hver maður eigi rétt til þess að ákveða hvar og hvenær myndefni af honum er birt. Eftir fundinn á kaffihúsinu hitti Björgvin síðan Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóra Kompáss og leggur Vilhjálmur einnig blátt bann við því að það efni verði notað í þættinum, þar sem Björgvin hafi verið fenginn í viðtalið á fölskum forsendum. Ritstjóri Kompáss hafi tjáð Björgvini að Kompás hefði fullan rétt á því að taka upp myndefni af honum til birtingar og „því væri það honum fyrir bestu að skýra frá sinni hlið málsins," segir í bréfinu. Þá segir, að ef af birtingunni verði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365. „Af gefnu tilefni eru forsvarsmenn 365 og Kompáss enn og aftur minntir á að það er hlutverk fjölmiðla að segja fréttir en ekki búa þær til," segir að lokum í bréfinu en Vilhjálmur hefur einnig boðað málssókn á hendur Kompási fyrir að sýna frá samskiptum Benjamíns Þórs Þorgrímssonar og Ragnars Magnússonar, en þau viðskipti voru einnig tekin upp á band án vitundar Benjamíns. Að sögn Vilhjálms verður mál Benjamíns á hendur Kompási þingfest fimmtudaginn 18. desember næstkomandi.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira