Lífið

Cruise klúðrar öllu aftur

Leikarinn virðist hafa það fyrir venju að spila út í sjónvarpsal og hermdi eftir Elvis Presley í þætti Jay Leno við misgóðar undirtektir.
Leikarinn virðist hafa það fyrir venju að spila út í sjónvarpsal og hermdi eftir Elvis Presley í þætti Jay Leno við misgóðar undirtektir.
Stórleikaranum Tom Cruise eru mislagðar hendur þegar hann kemur fram í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir því þegar hann umturnaðist hjá Opruh Winfrey 2005, stökk upp á stól og tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi Cruise var þá nýja ástin í lífi hans, Katie Holmes.

Cruise gerði gott betur hjá Jay Leno nýverið. Því auk þess að stökkva uppá stól í beinni útsendingu þá reyndi leikarinn að herma eftir Elvis Presley. Eitthvað sem hann ætti að láta atvinnumönnunum eftir ef marka má viðbröðgin við þessu uppátæki Cruise. Hann lýsti því svo yfir í kjölfarið að hann mynd mjög gjarnan vilja leika á Broadway eins og eiginkonan er að gera um þessar mundir. Og að hann hefði ekkert á móti því ef um væri að ræða söngleik. Hins vegar er ekki víst að Cruise fengi að leika Kónginn miðað við frammistöðuna hjá Jay.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.