Innlent

Þríkjálkabrotinn eftir skólafélaga

Fimmtán ára unglingur á Akureyri er þríkjálkabrotinn eftir að skólafélagar léku sér að því að bindann bæði á höndum og fótum.

15 ára drengur frá Akureyri brotnaði illa í andliti eftir að skólafélagar hans höfðu bundið hann á bæði höndum og fótum. Móðir drengsins varar unglinga við heimskulegum og hættulegum leikjum.

Síðastliðið fimmtudagskvöld var hópur skólakrakka í 10. bekk að leik í félagsmiðstöðinni Rósenborg. Til skemmtunar var ákveðið að binda einn drenginn, Atla Ágúst Stefánsson á bæði höndum og fótum með samþykki hans. En hann hlaut byltu og gat þá hvorki notað hendur né fætur til að taka af sér fallið. Afleiðingarnar urðu ömurlegar.

Elfa Sigurðardóttir, móðir Atla, segir að hann sé þríkjálkabrotinn. ,,Það brotnuðu þrjár eða fjórar tennur í efrigómi."

Atli fór í aðgerð í Reykjavík um helgina en er nú kominn heim. Hann tekur óhappinu með æðruleysi en læknismeðferð gæti tekið langan tíma, jafnvel einhver ár hvað tennurnar varðar. Móðir hans segist ekki reið en...

Elfa segist ekki kenna neinum um hvernig fór. ,,Þetta var heimskulegur hlutur." Hún vonast til þess að börn og unglingar læri af óförum Atla.

Tekið skal fram að skólafélagar Atla eru miður sín vegna atviksins en mamma hans segist óttast að áhrif frá sjónvarpinu hafi orðið til þess að svo fór sem fór.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×