Litríkur hópur í detoxferð 15. desember 2008 09:00 Gunnar í Krossinum gerir ráð fyrir því að fara til Póllands til að fasta með Jónínu og fari svo mun hann án nokkurs vafa nota tækifærið og tala yfir hausamótum félaganna Geira og vini hans Steina Hjaltestedt. Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda. Þeir hafa áður farið í heilsu- og megrunarferðir til Taílands en vilja nú láta á þetta reyna. Þá er líklegt að Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn fari sem og félagar hans. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður einnig með í för sjálfur Birgir Enni sem kosinn var ferðamálafrömuður Færeyja í fyrra – og mun hann vera með skemmtilegri mönnum. Hann hefur komið hingað í tengslum við færeyska daga á Fjörukránni undanfarin ár og á fjölda íslenskra vina. Fari hann má allt eins víst telja að Jónína muni færa út kvíarnar og fara að fylgja Færeyingum til Póllands í detox-ferðir sem mjög vel er af látið. Heyrst hafði að Jóhannes Viðar Fjörugoði væri einnig að fara með. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes sagðist hann ekki komast eins og til stóð því hann þyrfti að sitja ferðamálaráðstefnu í Helsinki 15. janúar. „En ég fer örugglega með vorinu,“ segir Jóhannes sem hefur farið áður og segir það frábært. „Það er gott að fara reglulega. Eiga möguleika á að afrugla sig ef maður gleymir sér,“ segir Jóhannes. Fjörugoðinn segist ekki geta tíundað lista þátttakenda en er helst á því að sú tilgáta að feitlagnir menn séu öðrum kátari eigi við nokkur rök að styðjast. Geiri segist í samtali við Fréttablaðið ekki geta tjáð sig um marga aðra en sjálfan sig en rétt sé að hann sé að fara. Búið er að ganga frá pöntun og miða. „En ef Gunnar er að fara þá verður í nægu að snúast hjá honum,“ segir Geiri og hlær. „Því Steini er yfirlýstur heiðingi. Og sjálfsagt vill Gunnar sýna mér villur míns vegar.“ Gunnar segir það líklegt en ekki alveg frágengið hvort hann fari til Póllands. Hann fór í fyrra og ber því vel söguna. „Það er taug sem togar í mig. Ég hef alltaf farið í uppgjör fyrstu vikurnar í janúar og það eru afskaplega góð skilyrði í Póllandi.“ Til stendur að nokkrir félagar Gunnars, þó ekki úr Krossinum, sláist í hópinn en fastan er afskaplega dýrmæt: „Eitt af því sem Guð hefur gefið okkur, eitt sterkasta vopn sem við eigum en Guð segist umbuna þeim sem fasti. Það merkir að snerta menn og blessa með sýnilegum hætti,“ segir Gunnar. jakob@frettabladid.is Gunnar Þorsteinsson Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira
Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda. Þeir hafa áður farið í heilsu- og megrunarferðir til Taílands en vilja nú láta á þetta reyna. Þá er líklegt að Gunnar Þorsteinsson kenndur við Krossinn fari sem og félagar hans. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður einnig með í för sjálfur Birgir Enni sem kosinn var ferðamálafrömuður Færeyja í fyrra – og mun hann vera með skemmtilegri mönnum. Hann hefur komið hingað í tengslum við færeyska daga á Fjörukránni undanfarin ár og á fjölda íslenskra vina. Fari hann má allt eins víst telja að Jónína muni færa út kvíarnar og fara að fylgja Færeyingum til Póllands í detox-ferðir sem mjög vel er af látið. Heyrst hafði að Jóhannes Viðar Fjörugoði væri einnig að fara með. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Jóhannes sagðist hann ekki komast eins og til stóð því hann þyrfti að sitja ferðamálaráðstefnu í Helsinki 15. janúar. „En ég fer örugglega með vorinu,“ segir Jóhannes sem hefur farið áður og segir það frábært. „Það er gott að fara reglulega. Eiga möguleika á að afrugla sig ef maður gleymir sér,“ segir Jóhannes. Fjörugoðinn segist ekki geta tíundað lista þátttakenda en er helst á því að sú tilgáta að feitlagnir menn séu öðrum kátari eigi við nokkur rök að styðjast. Geiri segist í samtali við Fréttablaðið ekki geta tjáð sig um marga aðra en sjálfan sig en rétt sé að hann sé að fara. Búið er að ganga frá pöntun og miða. „En ef Gunnar er að fara þá verður í nægu að snúast hjá honum,“ segir Geiri og hlær. „Því Steini er yfirlýstur heiðingi. Og sjálfsagt vill Gunnar sýna mér villur míns vegar.“ Gunnar segir það líklegt en ekki alveg frágengið hvort hann fari til Póllands. Hann fór í fyrra og ber því vel söguna. „Það er taug sem togar í mig. Ég hef alltaf farið í uppgjör fyrstu vikurnar í janúar og það eru afskaplega góð skilyrði í Póllandi.“ Til stendur að nokkrir félagar Gunnars, þó ekki úr Krossinum, sláist í hópinn en fastan er afskaplega dýrmæt: „Eitt af því sem Guð hefur gefið okkur, eitt sterkasta vopn sem við eigum en Guð segist umbuna þeim sem fasti. Það merkir að snerta menn og blessa með sýnilegum hætti,“ segir Gunnar. jakob@frettabladid.is Gunnar Þorsteinsson
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sjá meira