Innlent

Sjálfstæðismenn hnýta í samstarfsflokkinn

Sigurður Kári Kristjánsson
Sigurður Kári Kristjánsson

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir gagnrýni Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Björn Bjarnason skýtur nokkrum skotum að Björgvini í nýrri færslu á heimasíðu sinni.

Björn skammar Björgvin meðal annars fyrir að hvetja sjálfstæðismenn til þess að taka afstöðu til Evrópusambandsins eins og haft var eftir honum í fréttum Ríkisútvarpsins.

„Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gefa ekki yfirlýsingar um nauðsyn þess, að Samfylking breyti um stefnu í umhverfismálum eða Evrópumálum. Þeir virða þá stefnu, sem samstarfsflokkur þeirra hefur mótað og þann sáttmála, sem síðan hefur verið gerður um samstarf flokkanna. Engum sjálfstæðismanni dettur í hug að krefjast þess, að Björgvin ræði um umhverfismál og stóriðju við Þórunni Sveinbjarnardóttur, þótt allir sjái, að þess kunni að vera þörf," skrifar Björn.

Sigurður Kári segir á vefsíðu sinni í dag að sér finnist ástæða til að taka undir þessi orð Björns Bjarnasonar, því hann sé honum hjartanlega sammála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×