Innlent

Tilraun til innbrots í Fjölbraut í Breiðholti

Reynt var að brjótast inn í Fjölbrautaskólann í Breiðholti skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt. Öryggisverðir tóku eftir manninum sem reyndi innbrotið. Sá lagði þá á f´lótta en öryggisvörðunum tókst að hlaupa hann uppi. Lögreglan var síðan kvödd til og handtók manninn. Hann gistir nú í fangageymslu lögreglunnar og verður tekin af honum skýrsla fyrir hádegið.

Lögreglan á Akureyri stöðvaði mann á stóru mótothjóli í bænum vegna hraðaksturs seint í gætrkvöldi. Maðurinn ók á 125 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 50 km. Maðurinn má búast við sekt og sviptingu ökuleyfis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×