Innlent

Skipulagsstjóri segir af og frá að fordómar tefji fyrir mosku

Formaður félags múslima á Íslandi telur að neikvæð umræða um múslima og trúarbrögð þeirra sé ástæða þess að Reykjavíkurborg hefur ekki úthlutað þeim lóð undir mosku. Af og frá segir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Átta ár eru liðin síðan félag múslima á Íslandi lagði fram beiðni um lóð á höfuðborgarsvæðinu fyrir mosku og menningarmiðstöð. Lítið hefur þokast í málinu síðan þá en millitíðinni hafa önnur trúfélög fengið lóðir.

Formaður félags múslima á Íslandi undrast seinagang borgaryfirvalda en Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar segir af og frá að fordómar í garð múslima hafi eitthvað með málið að gera. Hún segir að verið sé að finna lóð miðsvæðis í borginni við hæfi en að það taki hins vegar tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×