Ritstjórar sýknaðir af tíu milljón króna miskakröfu 19. desember 2008 16:40 Þorsteinn Pálsson, annar ritstjóra Fréttablaðsins. Ritstjórar Fréttablaðsins, þeir Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson voru í dag sýknaðir í meiðyrðamáli sem Hjalti "Úrsus" Árnason höfðaði gegn þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í grein í blaðinu. Hjalti krafðist tíu milljóna í miskabætur auk þess sem hann vildi að ákveðin ummæli sem honum tengdust yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómarinn var hins vegar á þeirri skoðun að ummælin væru innan marka tjáningarfrelsisins og sýknaði hann því ritstjórana. „Helstu atvik máls þessa má rekja til þess að haldið var aukaþing í Kraftlyftingasambandi Íslands, KRAFT, 5. október 2007 og var á dagskrá fundarins aðild KRAFT að IPF eða WPF. Jóhanna Eiríksdóttir, þáverandi formaður KRAFT setti þingið en síðan tók Jakob Baldursson við og kynnti WPF (World powerlifting federation) og þær reglur sem það félag hefur sett sér, m.a. varðandi lyfjapróf. Fóru fram umræður á fundinum og kemur fram í fundargerð frá fundinum að menn hafi velt fyrir sér hvort kosning um aðild að WPF fæli í sér breytingu á lögum KRAFT. Ekki fór fram kosning á fundinum um það hvort KRAFT skyldi sækja um aðild að WPF," segir í dómnum. Hjalti var á fundinum, en fram kom í málinu að hann situr ekki í stjórn félagsins. „Á ritstjórn Fréttablaðsins barst ábending 7. október 2007 um að Jóhanna Eiríksdóttir hefði í kjölfar fundarins sagt af sér formennsku í KRAFT og mátti ráða af framburði hennar fyrir dómi að hún hefði óskað eftir því að félagið tæki afgerandi afstöðu til þess hvort félagið væri hlynnt lyfjaprófum eða ekki, en gætt hefði tvískinnungs innan KRAFT varðandi notkun á lyfjum í íþróttinni hér á landi, að því er segir í dómnum," segir einnig. „Í frétt Fréttablaðsins, sem ber yfirskriftina: Kraftlyftingamenn sem vilja ekki lyfjapróf þröngvuðu formanni sínum frá völdum, og birtist 8. október á bls. 2, segir að Jóhanna hafi sagt af sér formennsku í Kraftlyftingasambandi Íslands," segir í málsskjölum. „Þá segir orðrétt í fréttinni: Hún segir að sér hafi verið þröngvað út úr stjórninni vegna þess að hún vildi að kraftlyftingamenn sæktust eftir aðild að Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands. Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal áhrifamanna í sambandinu vegna þess að því myndu fylgja regluleg lyfjapróf. Þá er haft orðrétt eftir Jóhönnu: ,,Stjórnin fylgdi ekki formanninum að málum og þá hefur skipstjórinn ekkert að gera í brúnni lengur ... Þeir eru ekki mikið fyrir breytingar þarna og í raun eru tveir menn sem stjórna eiginlega öllu". Segir síðan í fréttinni að þar eigi Jóhanna við þá Auðun Jónsson og stefnanda máls þessa, en jafnframt segir í fréttinni að hvorugur þeirra sitji í stjórn sambandsins." Þessu vildi Hjalti ekki una og krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann krafði ritstjórana um tíu milljón krónur í miskabætur. „Jóhanna Eiríksdóttir kvað Hjalta ekki hafa verið félagsmann í KRAFT á þeim tíma þegar fundur var haldinn í Kraftlyftingasambandi Íslands. Hún kvaðst alls ekki hafa verið að vísa til stefnanda með þeim ummælum sem eftir eru henni höfð í margnefndri frétt, hann hafi ekki verið félagsmaður í KRAFT á þessum tíma og því ekki haft atkvæðisrétt. Varðandi þau ummæli sem eftir eru henni höfð, að stefnandi og Auðunn Jónsson hafi stjórnað öllu í félaginu, kvað vitnið það hafa verið sína skoðun," segir í dómsuppsögunni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ummælin væru innan marka tjáningarfrelsisins og voru ritstjórarnir því sýknaðir. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ritstjórar Fréttablaðsins, þeir Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson voru í dag sýknaðir í meiðyrðamáli sem Hjalti "Úrsus" Árnason höfðaði gegn þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í grein í blaðinu. Hjalti krafðist tíu milljóna í miskabætur auk þess sem hann vildi að ákveðin ummæli sem honum tengdust yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómarinn var hins vegar á þeirri skoðun að ummælin væru innan marka tjáningarfrelsisins og sýknaði hann því ritstjórana. „Helstu atvik máls þessa má rekja til þess að haldið var aukaþing í Kraftlyftingasambandi Íslands, KRAFT, 5. október 2007 og var á dagskrá fundarins aðild KRAFT að IPF eða WPF. Jóhanna Eiríksdóttir, þáverandi formaður KRAFT setti þingið en síðan tók Jakob Baldursson við og kynnti WPF (World powerlifting federation) og þær reglur sem það félag hefur sett sér, m.a. varðandi lyfjapróf. Fóru fram umræður á fundinum og kemur fram í fundargerð frá fundinum að menn hafi velt fyrir sér hvort kosning um aðild að WPF fæli í sér breytingu á lögum KRAFT. Ekki fór fram kosning á fundinum um það hvort KRAFT skyldi sækja um aðild að WPF," segir í dómnum. Hjalti var á fundinum, en fram kom í málinu að hann situr ekki í stjórn félagsins. „Á ritstjórn Fréttablaðsins barst ábending 7. október 2007 um að Jóhanna Eiríksdóttir hefði í kjölfar fundarins sagt af sér formennsku í KRAFT og mátti ráða af framburði hennar fyrir dómi að hún hefði óskað eftir því að félagið tæki afgerandi afstöðu til þess hvort félagið væri hlynnt lyfjaprófum eða ekki, en gætt hefði tvískinnungs innan KRAFT varðandi notkun á lyfjum í íþróttinni hér á landi, að því er segir í dómnum," segir einnig. „Í frétt Fréttablaðsins, sem ber yfirskriftina: Kraftlyftingamenn sem vilja ekki lyfjapróf þröngvuðu formanni sínum frá völdum, og birtist 8. október á bls. 2, segir að Jóhanna hafi sagt af sér formennsku í Kraftlyftingasambandi Íslands," segir í málsskjölum. „Þá segir orðrétt í fréttinni: Hún segir að sér hafi verið þröngvað út úr stjórninni vegna þess að hún vildi að kraftlyftingamenn sæktust eftir aðild að Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands. Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal áhrifamanna í sambandinu vegna þess að því myndu fylgja regluleg lyfjapróf. Þá er haft orðrétt eftir Jóhönnu: ,,Stjórnin fylgdi ekki formanninum að málum og þá hefur skipstjórinn ekkert að gera í brúnni lengur ... Þeir eru ekki mikið fyrir breytingar þarna og í raun eru tveir menn sem stjórna eiginlega öllu". Segir síðan í fréttinni að þar eigi Jóhanna við þá Auðun Jónsson og stefnanda máls þessa, en jafnframt segir í fréttinni að hvorugur þeirra sitji í stjórn sambandsins." Þessu vildi Hjalti ekki una og krafðist hann þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann krafði ritstjórana um tíu milljón krónur í miskabætur. „Jóhanna Eiríksdóttir kvað Hjalta ekki hafa verið félagsmann í KRAFT á þeim tíma þegar fundur var haldinn í Kraftlyftingasambandi Íslands. Hún kvaðst alls ekki hafa verið að vísa til stefnanda með þeim ummælum sem eftir eru henni höfð í margnefndri frétt, hann hafi ekki verið félagsmaður í KRAFT á þessum tíma og því ekki haft atkvæðisrétt. Varðandi þau ummæli sem eftir eru henni höfð, að stefnandi og Auðunn Jónsson hafi stjórnað öllu í félaginu, kvað vitnið það hafa verið sína skoðun," segir í dómsuppsögunni. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ummælin væru innan marka tjáningarfrelsisins og voru ritstjórarnir því sýknaðir.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira