Innlent

"Telur þetta sín prívat gögn"

SB skrifar
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir málið í góðum farvegi.
Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir málið í góðum farvegi.

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar, segir Guðmund Þóroddsson hafa álitið gögnin sem hann tók með sér þegar hann hætti störfum sín eigin. Jeppinn sé að mati Guðmundur hluti af 12 mánaða starfslokasamningi hans.

"Guðmundur taldi þetta sín prívat gögn og ég veit ekki betur en hann ætli að skila þeim," segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar. Hann segist hafa rætt við Guðmund fyrr í þessari viku og hafi talið málið í eðlilegum farvegi.

"Síðan er ágreiningur um hver starfskjör hans eiga að vera. Hann er með ráðningarsamning sem kveður á um ákveðin réttindi, laun og þess háttar og það eru skiptar skoðanir um hvað í laununum felst; hvort hlunnindi eins og jeppinn teljist með á uppsagnarfresti. Lögfræðinga greinir á um þetta og það er verið að leita lausnar á því."

Rúv greindi frá málinu fyrr í kvöld. Í frétt þeirra kom fram að Guðmundur hefði haft á brott marga kassa með viðkvæmum trúnaðarupplýsingum, fundargerðum og slíku. Rúv staðhæfir að Guðmundi hafi í dag verið send krafa þar sem komi fram að ef hann skili gögnunum ekki í dag verði að leita annarra leiða - eins og fara í mál eða kveða til sýslumann í aðfaragerð að fengnum dómsúrskurði.

Hjörleifur undrast að málið skuli hafa verið sett fram með þessum hætti í fréttum. Það sé alls ekki jafn alvarlegt og látið hafi verið í veðri vaka.

"Það er enginn fréttamaður sem hefur leitað til mín, enginn sem hefur rætt við mig málið eða leitað skýringa hjá mér," segir Hjörleifur. Spurður af hverju ekki hafi verið greint frá málinu fyrr segir hann:

"...auðvitað er ég ekki að fara með þetta sjálfur í blöð eða fréttastofur þegar það er verið að fá lögfræðinga til að fara yfir það."






Tengdar fréttir

Tók trúnaðargögn og farinn í frí

Ekki næst í Guðmund Þóroddson, fyrrverandi forstjóra Orkuveitunnar, sem tók með sér marga kassa af trúnaðargögnum þegar hann lét af störfum og neitar að skila jeppa frá fyrirtækinu. Barnfóstra hans segir Guðmund í fríi úti á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×