Erlent

Bandarískir þingmenn vilja lögsækja OPEC samtökin

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem gerir bandaríska dómsmálaráðuneytinu kleyft að hefja lögsókn gegn OPEC ríkjunum fyrir að takmarka framleiðsluna á olíu og hafa samráð um verðlagningu á hráolíunni.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að OPEC falli undir einokunarlög þau sem í gildi eru í Bandaríkjunum. Frumvarpið var samþykkt með miklum meirihluta eða 324 atkvæðum gegn 84. Þessi meirihluti nægir til þess að Bush bandaríkjaforseti getur ekki beitt neitunarvaldi sínu gegn frumvarpinu en það hafði hann sagst ætla að gera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×