American Idol-stjarnan Clay Aiken mun játa að hann sé hommi í viðtali við tímaritið People sem birtist á vefsíðu þess síðar í dag.
Aiken hefur farið undan í flæmingi árum saman og komið sér fimlega undan því að ræða kynhneigð sína en segir nú tímabært að opna skápinn og ganga út. Að hans sögn er játningin komin til vegna þess að hann getur ekki hugsað sér að sonurinn Parker alist upp í lygi og blekkingu. Talsmenn People hvorki neita né játa því að þessi játning komi fram í viðtalinu en aðrir fjölmiðlar hafa það fyrir satt.