Ábyrgð Samfylkingarinnar Hallgrímur Helgason skrifar 20. nóvember 2008 07:00 Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. Og nú er von á tröllaláni frá alþjóðasamfélaginu, mörg hundruð milljörðum króna, sem afhentar skulu þeim sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu. Er skippernum, sem svaf af sér siglinguna en vaknaði við strandið, treystandi fyrir líflínu þjóðarinnar? Nei. Það má ekki gerast að sömu mönnum og settu Ísland á hausinn sé ætlað að reisa það við. Það bara gengur ekki. Og með hverjum deginum sem líður vex ábyrgð Samfylkingar. Allt frá því Glitnir brotlenti í Seðlabankanum í lok september var tilfinningin lengi sú að Sjálfstæðisflokkurinn réði för í öllum helstu viðbrögðum. Samfylkingarráðherrar voru ekki með í þeirri bílferð. Meira jafnvægi virtist nást eftir að Inigibjörg Sólrún sneri heim úr veikindaleyfi. Myndugleiki hennar og mælska var vel þegin eftir langar vikur af moðmælum og misvísandi skilaboðum. Á blaðamannafundum stjórnarpars gaf að líta tvo leiðtoga; þann sem kann að tala við þjóð sína og hinn sem kann það ekki. En það verður að segjast eins og er að vikurnar á undan hafði Samfylkingin verið jafn veik og stýra hennar. Án formanns síns var hún sem höfuðlaus her. Það var líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sæti einn í stjórn. Og þrátt fyrir endurkomu formannsins, sem létti nokkuð af brjóstum samfylkingarmanna og kvenna, er þessi tilfinning því miður ekki alveg horfin, um leið og hún er blönduð áhyggjum af heilsu Ingibjargar Sólrúnar. Hvað sem því líður virðist mörgum formaðurinn ekki alveg með á þeim nótum sem nú eru leiknar í íslensku samfélagi. Ekki síst þegar hún þvertekur fyrir mannabreytingar í ríkisstjórn. Stundum virðist manni meginmarkmið Samfylkingar með stjórnarsetunni sé það eitt að sýna þá ábyrgð að slíta því ekki á örlagastundu. En það er hægt að sýna ábyrgð með öðrum hætti. Nýjan ráðherra bankamálaSamfylkingar er ráðuneyti viðskipta og bankamála. Undir það heyrir Fjármálaeftirlitið, það eldvarnareftirlit sem brást svo herfilega að eftir stendur land í ljósum logum. Það er gersamlega óverjandi að þeir sem því stjórna sitji áfram. Og það er jafn óverjandi að ráðherrann sem fyrir því fór sitji áfram. Þegar allir bankar eru hrundir er augljóst að bankamálaráðherra er ekki lengur sætt. Þau rök að hann hafi ekki vitað um aðsteðjandi hættur, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sagt honum frá þeim, halda ekki. Ráðherra getur ekki skýlt sér á bakvið undirstofnun sína. Hann er og verður YFIR henni en ekki á BAKVIÐ hana. Samfylkingunni er skylt að sýna gott fordæmi og stokka upp Fjármálaeftirlitið og skipa nýjan mann eða konu í ráðuneyti bankamála. Enginn á lengur von á því að sjálfstæðismenn segi sjálfviljugir af sér en þegar Samfylkingin þvertekur fyrir það, sitjandi í ríkisstjórn sem farið hefur með okkur í gegnum heilt þjóðargjaldþrot, er fokið í flest skjól. Við sem héldum að við værum að kjósa „nútímalegan jafnaðarmannaflokk", flokk sem væri eitthvað aðeins skárri en gömlu helspilltu helmingaskiptaflokkarnir. Við héldum að við værum að kjósa flokk lýðræðis, samræðustjórnmála og siðbótar í stjórnmálum. Á Norðurlöndum hafa kollegar jafnaðarmanna sagt af sér af ýmsum tilefnum svo frægt er. Ráðherra jafnréttismála í Noregi varð uppvís að því að skora á vinkonu sína að sækja um stöðu sem hann átti að úthluta. Mona Sahlin varð uppvís að því að kaupa bleyjur og toblerone á kreditkort ríkisins. Hér á landi þyrfti ráðherra sjálfsagt að kaupa bleyjur og toblerone handa öllum kjósendum sínum á kostnað ríkisins áður en honum dytti í hug að segja af sér. Fjármálaráðherra verður að víkjaÞegar Samfylkingin er búin að skipa nýja manneskju í bankamálaráðuneytið og reka yfirstjórn FME er hún komin með „móralskt umboð" til að þrýsta enn og aftur á breytingar í yfirstjórn Seðlabanka og fjármálaráðuneytis. Á báðum stöðum sitja menn í umboði þjóðarinnar sem eru rúnir öllu trausti. Hennar jafnt sem umheimsins. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins varð uppvís að því að selja bréf í Landsbankanum nokkrum vikum fyrir hrun, stuttu eftir að hann sat fund bankamálaráðherrans okkar og fjármálaráðherrans breska, um málefni þessa sama banka. Fjármálaráðherra verður að lúta sömu örlögum og bankamálaráðherra, honum er ekki sætt eftir að fjármálakerfið, peningamálastefnan, gjaldeyrisviðskiptin, krónan, bankarnir… allt er hrunið. Um Seðlabankann þarf svo ekki að fara mörgum orðum. Raðmistök stjóra hans eru nú orðið tíunduð í erlendum miðlum og jafnvel virtustu stórblöð Evrópu eru farin að uppnefna hann „König David" svo aðeins er tímaspursmál hvenær nafn hans öðlast endemisfrægð á heimsvísu. Og á meðan sá maður situr enn með sín víðtæku baktjaldavöld mun traust og heiður Íslands njóta sömu frægðar. Nú síðast undirstrikaði Seðlabankastjóri eigið vanhæfi með sínum sérlundaða hætti þegar honum var ætlað að tala við þjóð sína undir yfirskriftinni „Fjármálakreppan - Er lausn í sjónmáli?" en eyddi klukkutíma sínum í ræðustól í að tala eingöngu um sjálfan sig og aðeins í fortíð. Peningamál þjóðarinnar eru ein rjúkandi rúst en yfirmaður þeirra „lætur allt snúast um sjálfan sig," svo vitnað sé í hans næstbesta vin. Og auðvitað var tilgangurinn sá að frýja sig ábyrgð og benda á alla aðra. Stórmannlegt. Að auki las svo seðlastjórinn yfir hausamótunum á ríkisstjórn með alvarlegum ásökunum um dug- og ráðaleysi. Hvers konar stjórn er það sem situr undir slíkum ávirðingum frá manni sem á að heita embættismaður hennar? Hve lengi enn þurfum við að vakna við slíkar ræður? Hve lengi enn ætlar hin undirgefna ríkisstjórn að leyfa manninum að „persónugera" vanda heillar þjóðar í sjálfum sér? Þolinmæði á þrotumÁ meðan Samfylkingin situr í ríkisstjórn sem býður okkur upp á þennan farsa getur hún ekki búist við stuðningi okkar mikið lengur. Ríkisstjórn sem ekki getur rekið þá sem reka þarf verður á endanum rekin sjálf. Ef ekki næsta laugardag, þá þarnæsta laugardag. Og ef ekki þá, þá þann þar á eftir. Hún verður rekin á hverjum laugardegi fram að kosningum. Því loforð um bráðlegar kosningar er eina loforðið sem þjóðin getur tekið af þessari ríkisstjórn. Þolinmæði okkar er ekki endalaus en af réttlætiskenndinni eigum við meira en nóg. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Með hverjum deginum sem líður síast inn sú furða og sú staðreynd að hér hefur land verið sett á hvolf og enn hefur ekki nokkur maður sagt af sér. Þeir sem blésu upp þá bankabólu sem sprakk svo illa framan í þjóðina eru reyndar flestir flúnir ofan í sínar vel fóðruðu matarholur en þeir og þau sem áttu að hemja vandann sitja enn. Og nú er von á tröllaláni frá alþjóðasamfélaginu, mörg hundruð milljörðum króna, sem afhentar skulu þeim sem mesta ábyrgð bera á efnahagshruninu. Er skippernum, sem svaf af sér siglinguna en vaknaði við strandið, treystandi fyrir líflínu þjóðarinnar? Nei. Það má ekki gerast að sömu mönnum og settu Ísland á hausinn sé ætlað að reisa það við. Það bara gengur ekki. Og með hverjum deginum sem líður vex ábyrgð Samfylkingar. Allt frá því Glitnir brotlenti í Seðlabankanum í lok september var tilfinningin lengi sú að Sjálfstæðisflokkurinn réði för í öllum helstu viðbrögðum. Samfylkingarráðherrar voru ekki með í þeirri bílferð. Meira jafnvægi virtist nást eftir að Inigibjörg Sólrún sneri heim úr veikindaleyfi. Myndugleiki hennar og mælska var vel þegin eftir langar vikur af moðmælum og misvísandi skilaboðum. Á blaðamannafundum stjórnarpars gaf að líta tvo leiðtoga; þann sem kann að tala við þjóð sína og hinn sem kann það ekki. En það verður að segjast eins og er að vikurnar á undan hafði Samfylkingin verið jafn veik og stýra hennar. Án formanns síns var hún sem höfuðlaus her. Það var líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sæti einn í stjórn. Og þrátt fyrir endurkomu formannsins, sem létti nokkuð af brjóstum samfylkingarmanna og kvenna, er þessi tilfinning því miður ekki alveg horfin, um leið og hún er blönduð áhyggjum af heilsu Ingibjargar Sólrúnar. Hvað sem því líður virðist mörgum formaðurinn ekki alveg með á þeim nótum sem nú eru leiknar í íslensku samfélagi. Ekki síst þegar hún þvertekur fyrir mannabreytingar í ríkisstjórn. Stundum virðist manni meginmarkmið Samfylkingar með stjórnarsetunni sé það eitt að sýna þá ábyrgð að slíta því ekki á örlagastundu. En það er hægt að sýna ábyrgð með öðrum hætti. Nýjan ráðherra bankamálaSamfylkingar er ráðuneyti viðskipta og bankamála. Undir það heyrir Fjármálaeftirlitið, það eldvarnareftirlit sem brást svo herfilega að eftir stendur land í ljósum logum. Það er gersamlega óverjandi að þeir sem því stjórna sitji áfram. Og það er jafn óverjandi að ráðherrann sem fyrir því fór sitji áfram. Þegar allir bankar eru hrundir er augljóst að bankamálaráðherra er ekki lengur sætt. Þau rök að hann hafi ekki vitað um aðsteðjandi hættur, að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sagt honum frá þeim, halda ekki. Ráðherra getur ekki skýlt sér á bakvið undirstofnun sína. Hann er og verður YFIR henni en ekki á BAKVIÐ hana. Samfylkingunni er skylt að sýna gott fordæmi og stokka upp Fjármálaeftirlitið og skipa nýjan mann eða konu í ráðuneyti bankamála. Enginn á lengur von á því að sjálfstæðismenn segi sjálfviljugir af sér en þegar Samfylkingin þvertekur fyrir það, sitjandi í ríkisstjórn sem farið hefur með okkur í gegnum heilt þjóðargjaldþrot, er fokið í flest skjól. Við sem héldum að við værum að kjósa „nútímalegan jafnaðarmannaflokk", flokk sem væri eitthvað aðeins skárri en gömlu helspilltu helmingaskiptaflokkarnir. Við héldum að við værum að kjósa flokk lýðræðis, samræðustjórnmála og siðbótar í stjórnmálum. Á Norðurlöndum hafa kollegar jafnaðarmanna sagt af sér af ýmsum tilefnum svo frægt er. Ráðherra jafnréttismála í Noregi varð uppvís að því að skora á vinkonu sína að sækja um stöðu sem hann átti að úthluta. Mona Sahlin varð uppvís að því að kaupa bleyjur og toblerone á kreditkort ríkisins. Hér á landi þyrfti ráðherra sjálfsagt að kaupa bleyjur og toblerone handa öllum kjósendum sínum á kostnað ríkisins áður en honum dytti í hug að segja af sér. Fjármálaráðherra verður að víkjaÞegar Samfylkingin er búin að skipa nýja manneskju í bankamálaráðuneytið og reka yfirstjórn FME er hún komin með „móralskt umboð" til að þrýsta enn og aftur á breytingar í yfirstjórn Seðlabanka og fjármálaráðuneytis. Á báðum stöðum sitja menn í umboði þjóðarinnar sem eru rúnir öllu trausti. Hennar jafnt sem umheimsins. Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins varð uppvís að því að selja bréf í Landsbankanum nokkrum vikum fyrir hrun, stuttu eftir að hann sat fund bankamálaráðherrans okkar og fjármálaráðherrans breska, um málefni þessa sama banka. Fjármálaráðherra verður að lúta sömu örlögum og bankamálaráðherra, honum er ekki sætt eftir að fjármálakerfið, peningamálastefnan, gjaldeyrisviðskiptin, krónan, bankarnir… allt er hrunið. Um Seðlabankann þarf svo ekki að fara mörgum orðum. Raðmistök stjóra hans eru nú orðið tíunduð í erlendum miðlum og jafnvel virtustu stórblöð Evrópu eru farin að uppnefna hann „König David" svo aðeins er tímaspursmál hvenær nafn hans öðlast endemisfrægð á heimsvísu. Og á meðan sá maður situr enn með sín víðtæku baktjaldavöld mun traust og heiður Íslands njóta sömu frægðar. Nú síðast undirstrikaði Seðlabankastjóri eigið vanhæfi með sínum sérlundaða hætti þegar honum var ætlað að tala við þjóð sína undir yfirskriftinni „Fjármálakreppan - Er lausn í sjónmáli?" en eyddi klukkutíma sínum í ræðustól í að tala eingöngu um sjálfan sig og aðeins í fortíð. Peningamál þjóðarinnar eru ein rjúkandi rúst en yfirmaður þeirra „lætur allt snúast um sjálfan sig," svo vitnað sé í hans næstbesta vin. Og auðvitað var tilgangurinn sá að frýja sig ábyrgð og benda á alla aðra. Stórmannlegt. Að auki las svo seðlastjórinn yfir hausamótunum á ríkisstjórn með alvarlegum ásökunum um dug- og ráðaleysi. Hvers konar stjórn er það sem situr undir slíkum ávirðingum frá manni sem á að heita embættismaður hennar? Hve lengi enn þurfum við að vakna við slíkar ræður? Hve lengi enn ætlar hin undirgefna ríkisstjórn að leyfa manninum að „persónugera" vanda heillar þjóðar í sjálfum sér? Þolinmæði á þrotumÁ meðan Samfylkingin situr í ríkisstjórn sem býður okkur upp á þennan farsa getur hún ekki búist við stuðningi okkar mikið lengur. Ríkisstjórn sem ekki getur rekið þá sem reka þarf verður á endanum rekin sjálf. Ef ekki næsta laugardag, þá þarnæsta laugardag. Og ef ekki þá, þá þann þar á eftir. Hún verður rekin á hverjum laugardegi fram að kosningum. Því loforð um bráðlegar kosningar er eina loforðið sem þjóðin getur tekið af þessari ríkisstjórn. Þolinmæði okkar er ekki endalaus en af réttlætiskenndinni eigum við meira en nóg. Höfundur er rithöfundur.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun