Innlent

Handtekinn fyrir að sparka í löggubíl

Ölvaður maður sparkaði í lögreglubíl
Ölvaður maður sparkaði í lögreglubíl

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í nótt karlmann á þrítugsaldri eftir að hann sparkaði í lögreglubíl. Bílinn var að aka hægt niður Hafnargötu í Reykjanesbæ þegar maðurinn, sem var mikið ölvaður, sparkaði í bílinn.

Lögreglan veit ekki hvað manninum gekk til með þessu en hann hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður með morgninum.

Annars var nóttin tíðinadlítil hjá flestum lögregluembættum í landinu. Einn var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Blönduósi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×