Kæra rektor og háskólaráð Andri Ólafsson skrifar 11. mars 2008 16:00 Ágúst Einarsson, rektor Bifrastar. Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum. Nemendurnir eru afar ósáttir við vinnubrögð rektors í málinu og segjast ekki hafa hlotið sanngjarna málsferð. Málið hófst með einni umfangsmestu lögregluaðgerð sem gerð hefur verið lengi á Vesturlandi en hún skilaði allt í allt um hálfu grammi af eiturlyfjum. Þrátt fyrir að lögregluaðgerðin á Bifröst hafi ekki skilað miklu, miðað við umfang, hafði hún samt afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá þrjá nemendur sem hún beindist að. Þeim var öllum vikið fyrirvaralaust úr skólanum og gert að yfirgefa háskólasvæðið. Aðeins einn af þeim þremur sem lögregluaðgerðirnar beindust að hefur viðurkennt að hafa átt eitthvað af þeim fíkniefnum sem fundust. Hann hefur viðurkennt að vera eigandi að um 0,3 grömmum af kókaíni sem fundust í tveimur íbúðum. Öðrum nemanda úr einni af þeim íbúðum sem efnin fundust í var engu að síður vikið úr skóla. Þrátt fyrir neitun hans á því að efnin væru hans og játningu annars á að efnin væru sín. Þá var þriðji nemandinn, kona á þrítugsaldri, gerð brottræk vegna 0,2 gramma af kannabisefnum sem fundust í kassa inn í geymslu hennar. Konan neitar því staðfastlega að eiga efnin. Í greinargerð sem lögmaður vann fyrir konuna vegna málsins kemur auk þess fram að viðurlögin við því að vera með þetta magn í sínum fórum er 28 þúsund króna sekt. Minna en sekt sem menn fá fyrir að keyra bifreið án ökuréttinda. Rektor tók neitun þessara tveggja nemanda ekki til greina. Nemendurnir segja Vísi að þau hafi ekki fengið tækifæri til þess að útskýra sitt mál fyrir honum áður en hann tók þá ákvörðun um að reka þau úr skólanum. Þeim var í staðinn sagt að þeim gæfist kostur á að skýra sitt mál á fundi háskólaráðs. Það gerðu tveir nemendanna. Annar baðst vægðar og sagðist vera búinn að panta pláss í meðferð. Hinn neitaði að eiga efnin sem fundust í íbúð hans enda annar nemandi búinn að segjast eiga þau. Þriðji nemandinn, konan með kannabisið í pappakassanum, mætti ekki fyrir háskólaráð en lagði þess í stað fyrir ráðið greinargerð lögmanns sem krafðist þess að háskólaráð endurskoðaði ákvörðun rektors á þeim forsendum að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Lögmaðurinn benti á að réttara væri að áminna nemandann. Háskólaráð neitaði hins vegar að taka afstöðu til sektar hvers nemenda fyrir sig. Þess í stað var einfaldlega greitt atkvæði um hvort staðfesta ætti ákvörðun rektors um að reka alla þrjá nemendurna úr skólanum eða ekki. Það var úr að rektor fékk sína ákvörðun staðfesta. Heimildir Vísis herma að einhverjir hafi greitt atkvæði á móti og er það í fyrsta skipti í áraraðir sem háskólaráð tekur slíka ákvörðun án fullrar samstöðu. Ákvörðun háskólaráðs er hægt að vísa til menntamálaráðuneytisins og það ætla hinir brottreknu nemendur að gera. Þeir ætla einnig að kæra Ágúst Einarsson til siðanefndar fyrir tölvupóst sem hann sendi þeim en þau segja að í honum hafi Ágúst gerst brotlegur við siðareglur skólans. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira
Tveir af þremur nemendum sem vikið var úr Háskólanum á Bifröst um mánaðarmótin eftir að vopnaðir lögreglumenn gerðu húsleit í íbúðum þeirra ætla að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar háskólans. Þá ætla þeir líka að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísun þeirra úr skólanum. Nemendurnir eru afar ósáttir við vinnubrögð rektors í málinu og segjast ekki hafa hlotið sanngjarna málsferð. Málið hófst með einni umfangsmestu lögregluaðgerð sem gerð hefur verið lengi á Vesturlandi en hún skilaði allt í allt um hálfu grammi af eiturlyfjum. Þrátt fyrir að lögregluaðgerðin á Bifröst hafi ekki skilað miklu, miðað við umfang, hafði hún samt afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá þrjá nemendur sem hún beindist að. Þeim var öllum vikið fyrirvaralaust úr skólanum og gert að yfirgefa háskólasvæðið. Aðeins einn af þeim þremur sem lögregluaðgerðirnar beindust að hefur viðurkennt að hafa átt eitthvað af þeim fíkniefnum sem fundust. Hann hefur viðurkennt að vera eigandi að um 0,3 grömmum af kókaíni sem fundust í tveimur íbúðum. Öðrum nemanda úr einni af þeim íbúðum sem efnin fundust í var engu að síður vikið úr skóla. Þrátt fyrir neitun hans á því að efnin væru hans og játningu annars á að efnin væru sín. Þá var þriðji nemandinn, kona á þrítugsaldri, gerð brottræk vegna 0,2 gramma af kannabisefnum sem fundust í kassa inn í geymslu hennar. Konan neitar því staðfastlega að eiga efnin. Í greinargerð sem lögmaður vann fyrir konuna vegna málsins kemur auk þess fram að viðurlögin við því að vera með þetta magn í sínum fórum er 28 þúsund króna sekt. Minna en sekt sem menn fá fyrir að keyra bifreið án ökuréttinda. Rektor tók neitun þessara tveggja nemanda ekki til greina. Nemendurnir segja Vísi að þau hafi ekki fengið tækifæri til þess að útskýra sitt mál fyrir honum áður en hann tók þá ákvörðun um að reka þau úr skólanum. Þeim var í staðinn sagt að þeim gæfist kostur á að skýra sitt mál á fundi háskólaráðs. Það gerðu tveir nemendanna. Annar baðst vægðar og sagðist vera búinn að panta pláss í meðferð. Hinn neitaði að eiga efnin sem fundust í íbúð hans enda annar nemandi búinn að segjast eiga þau. Þriðji nemandinn, konan með kannabisið í pappakassanum, mætti ekki fyrir háskólaráð en lagði þess í stað fyrir ráðið greinargerð lögmanns sem krafðist þess að háskólaráð endurskoðaði ákvörðun rektors á þeim forsendum að meðalhófs hefði ekki verið gætt. Lögmaðurinn benti á að réttara væri að áminna nemandann. Háskólaráð neitaði hins vegar að taka afstöðu til sektar hvers nemenda fyrir sig. Þess í stað var einfaldlega greitt atkvæði um hvort staðfesta ætti ákvörðun rektors um að reka alla þrjá nemendurna úr skólanum eða ekki. Það var úr að rektor fékk sína ákvörðun staðfesta. Heimildir Vísis herma að einhverjir hafi greitt atkvæði á móti og er það í fyrsta skipti í áraraðir sem háskólaráð tekur slíka ákvörðun án fullrar samstöðu. Ákvörðun háskólaráðs er hægt að vísa til menntamálaráðuneytisins og það ætla hinir brottreknu nemendur að gera. Þeir ætla einnig að kæra Ágúst Einarsson til siðanefndar fyrir tölvupóst sem hann sendi þeim en þau segja að í honum hafi Ágúst gerst brotlegur við siðareglur skólans.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Sjá meira