Erlent

Franskir kennararar leggja niður vinnu

Hugmyndir Sarkozys um umbætur í Frakkalandi hafa ekki fengið góðan hljómgrunn meðal franskra kennara.
Hugmyndir Sarkozys um umbætur í Frakkalandi hafa ekki fengið góðan hljómgrunn meðal franskra kennara. MYND/AP

Franskir kennarar og ýmsir aðrir opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu í dag til þess að mótmæla uppsögnum og umbótum sem forsetinn Nicholas Sarkozy hefur boðað.

Þetta er þriðja verkfallið í opinbera geiranum sem efnt er til frá því að Sarkozy tók við embætti fyrir um ári en meðal kosningaloforða hans var að blása nýju lífi í franskt efnahagslíf. Meðal áforma stjórnvalda er að fækka starfsmönnum skóla um rúmlega ellefu þúsund, þar á meðal kennurum um átta þúsund.

Boðað hefur verið til mótmæla í stærstu borgum Frakklands vegna þessa og er reiknað með að unglingar taki þátt í mótmælum kennara sinna, en unglingarnir hafa að undanförnu mótmælt niðurskurðinum í menntakerfinu. Frekari verkföll hafa verið boðuð af hálfu verkalýðsfélaga í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×